Marklausar tölur hjá Jónasi?

Jónas Kristjánsson segir að menntun blaðamanna minnki laun þeirra. Hann nefnir einhverjar tölur þessu til stuðnings. Nú hef ég þessar tölur hvergi nema hjá Jónasi en mig grunar að það gætu verið ýmis þættir þarna sem hann nefnir ekki. Starfsaldur væri það fyrsta. Eldra fólk er líklega minna menntað en með háan starfsaldur og því hærri laun. Háskólamenntaðir blaðamenn hafa líklega meiri starfsmöguleika út á menntun sína en þeir sem treysta fyrst og fremst á starfsreynslu til að fá starf (þeir haldast því lengur innan stéttarinnar). Tölurnar sem Jónas notar eru því einar og sér væntanlega marklausar.

Varðandi það hvort að langskólagengið fólk kunni að skrifa eður ei þá er ég væntanlega ágætt dæmi. Á netinu liggja skrif eftir mig frá því áður en ég fékk stúdentspróf að deginum í dag þar sem ég er væntanlega búinn að skrifa um þriðjung MA-ritgerðar minnar. Hefur mér farið voðalega aftur á þessum tíma?
Það skortir annars tilfinnanlega að hægt sé að hlekkja á einstakar færslur hjá Jónasi. Ég þurfti að nota brögð til að finna slóð á þessa færslu. Það vantar líka á að Jónas nýti sér þetta internet sem hann er svo skotinn í með að nota sjálfur hlekki í skrifum sínum.

2 thoughts on “Marklausar tölur hjá Jónasi?”

  1. Ég held að blogg sé einhver besta æfingin í að skrifa góðan, hnitmiðaðan og læsilegan texta. Held að ég væri nánast óskrifandi ef ég hefði ekki bloggið til að æfa mig á.

Lokað er á athugasemdir.