Skottulæknirinn Karadžić

Það er merkilegt hvað allar nýaldarskottulækningasíður eru líkar. Því miður hefur síðan Psy Help Energy ekki verið þýdd á ensku en mér sýnist þetta allt vera mjög standard. Undirtitillinn Human Quantum Energy er líka mjög týpískur af því að þar er herjað á þekkingarleysi fólks á skammtafræði eins og nýaldarkuklarar gera gjarnan. Þarna er boðið upp á smáskammtalækningar og ýmsar aðrar hefðbundnar skottulækningar.

Varningurinn sem er boðinn þarna til sölu eru líka áhugaverður. Þarna eru prjónar sem eru líklega svipaðir þeim sem kuklarar nota til að „finna“ rafmagnsmengun, vatn og hvaðeina sem þeim dettur í hug. Síðan eru eitthvað undarlegt apparat sem minnir á kynlífshjálpartæki en er væntanlega eitthvað sem tengist byssukúlum eins og hálsfestin efast á síðunni. Það má síðan ekki gleyma krossunum sem eru nauðsynlegir öllu kristilegum kuklurum.

Þetta er væntanlega með því undarlegra sem stríðsglæpamaður á flótta hefur tekið sér fyrir hendur.