Litlausir teiknarar

Ég fatta ekki hvers vegna Sigmund á að vera teikna í lit. Aðdáun Morgunblaðsins á lit er blaðinu ekki til framdráttar. Oftast koma til dæmis litmyndir af höfunda aðsendra greina alveg skelfilega út. Skopmyndir og teiknimyndasögur verða ekki betri þegar þær eru komnar í lit. Ég hef til dæmis verið að skoða gamla Dilberta á netinu sem hafa verið litaðir og mér finnst það eiginlega mikið verra að hafa þær þannig.

5 thoughts on “Litlausir teiknarar”

  1. Að maðurinn skyldi hafa verið rekinn fyrir að vilja ekki teikna myndir í lit hlýtur að vera léleg afsökun fyrir sparnaði. Það bara getur ekki verið að þeir séu orðnir svona snælduvitlausir – og er þá mikið sagt um ritstjórn Moggans.

  2. Já, ég er almennt á móti lit. Ég er reyndar líka almennt á móti myndum í dagblöðum – þær flækjast bara fyrir textanum.

  3. Mér hefur alltaf fundist Sigmund ófyndinn fúskari og finnst litur algjört aukaatriði í því samhengi.

Lokað er á athugasemdir.