Ég á voðalega erfitt með að skilja hvers vegna fjöldi manns er að fríka út af stjórnarmyndunarviðræðunum sem eru bara rétt að byrja.
Líklegt er að hér séu áhrif fjölmiðla mikil. Fyrir kosningar hömruðu þeir á flokkunum og spurðu hvort það væri nú ekki bara búið að semja um málin og þegar þeir fengu þau svör að svo væri ekki létu þeir eins og það væri verið að ljúga. Núna er verið að semja um málin og það er talið merki þess að hlutirnir gangi illa.
Ég er alveg rólegur. Mér hefur ekki einu sinni dottið í hug að spyrja þá sem ég þekki hjá VG um hvernig þetta gangi. Ég er alveg tilbúinn að gefa þeim tíma.
Þetta var náttúrulega allt auðveldara í þá tíð sem tveir formenn tóku sig bara saman ákváðu hvaða innihaldslausu frasar ættu að standa í stjórnarsáttmálanum. Ég sakna hins vegar þess ekki.