Sigur ESB?

Það er fráleitt að segja að eitthvað í þessum kosningaúrslitum segi nokkuð um væntanlega Evrópusambandsaðild. Ég held að tvennt skipti miklu meira máli og það eru annars vegar orð Kolbrúnar og hins vegar það að fólk sá skyndilega að atkvæði til Borgarahreyfingarinnar væri ekki dautt (sem byggði í raun almenn á misskilningi á 5% reglunni). Á því tapaði VG töluvert af atkvæðum.

Það sem er kannski undarlegast er að samkvæmt þeim sem túlka þetta allt sem sigur Evrópusambandssinna þá ætti VG núna að gefa eftir. Það meikar engan sens. Af hverju ætti VG að ganga á móti þeim sem kusu þá en með þeim sem kusu aðra?
Ef við túlkum útkomuna sem stuðning við vinstristjórn, sem ég geri, þá er hins vegar eðlilegt að segja að VG ætti að verða sveigjanleg í Evrópumálum til að liðka fyrir slíkri stjórn.

p.s.

Var að sjá að Eygló bloggaði á svipuðum nótum.