Ég hef verið að skoða aðeins þennan svokallað Þjóðfund sem á að halda um helgina. Það eru þarna einhverjir 1200 sem eru valdir af handahófi. Það sem mér finnst skrýtið og vafasamt er að það eigi að koma þarna einhverjir 300 fulltrúar félaga og stofnana sem eru sérvaldir af þeim sem standa að þessum viðburði. Það gefur auga leið að með því að ákveða hvaðan einn af hverjum fimm fulltrúum koma þá fer maður langt með að ákveða hvernig umræðurnar verða og jafnvel niðurstöðurnar. Það sem er skrýtnast er að það virðist hvergi vera neinar upplýsingar um hvaða félög og stofnanir hafa verið valdar.
Ég á því eftir að taka öllu sem kemur frá þessum “þjóðfundi” með miklum fyrirvara.