Hann sagði – hinn sagði

Í sjónvarpsfréttum áðan var einhver sjálfstæðismaður sem er dottið úr mér hvað heitir. Hann var að svara gagnrýni Dags B. Eggertssonar frá því í gærkvöld (ef ég man rétt). Dagur var að gagnrýna hvernig var staðið að útboði á lóðum sem síðan olli offramboði á íbúðarhúsnæði. Sjálfstæðismaðurinn svaraði með því að segja að svæðin hefðu verið skipulögð á tímum R-listans.

Þetta er ákaflega gagnlítil fréttamennska. Ég fæ ekki neinar upplýsingar sem skipta máli. Gerði skipulag R-listans ráð fyrir að þetta svæði yrði byggt á einhverjum ákveðnum tíma? Ef svo er ekki þá er gagnrýnin réttmæt. Ef ekki þá er gagnrýnin yfirklór.

Það er alltof algengur misskilningur að fréttamennska snúist um að beina hljóðnema framan í fólk. Þarna þurfti að grafa örlítið dýpra, að spyrja aðeins betri spurninga. Í staðinn fáum við bara náunga sem tala í kross.

0 thoughts on “Hann sagði – hinn sagði”

Leave a Reply