Um daginn þegar ég fór með Halla á Inglourious Basterds rifjaðist upp fyrir mér að ég sat í sama sal fyrir um fimmtán árum og sá þá Pulp Fiction. Nokkrum dögum seinna sá ég TM auglýsingu sem hefur verið í gangi undanfarið þar sem sýndur er vinskapur tveggja náunga um árabil. Þar eru þeir sýndir koma af sýningu á Pulp Fiction í Háskólabíó (eða allavega er stór auglýsing fyrir Pulp Fiction á bíóveggnum). Það er gróf sögufölsun. Ég man skýrt að sú mynd var sýnd í Regnboganum en Forrest Gump var sýnd í Háskólabíó. Svona á ekki að líðast.