Ég er hlynntur því að flýta klukkunni þar sem mér sýnist að það séu mjög góð rök með því. Mig grunar að ég sjálfur myndi hafa gott af þessu. En ég ætlaði ekki að fjalla um það beint heldur möguleikana sem fylgja. Við munum nefnilega eignast tvo auka klukkutíma ef af verður.
Hvað eigum við að gera við þá? Einhverjir myndu setja þá bara á sama dag og skipt er yfir á eða af sumartíma annars staðar í heiminum en ég held að við getum gert eitthvað meira spennandi.
Einn möguleiki er að setja þessa klukkatíma á áramótin og þá gætum við fræðilega séð fagnað þeim tvisvar.
Annar möguleiki sem mér dettur í er að setja þessa klukkutíma á jólanótt. Allir gætu sofið út en samt náð hádegismatnum.
Þriðji möguleikinn væri að setja þessa tvo klukkutíma eitthvað kvöldið rétt fyrir jól, jafnvel Þorláksmessu. Þarna eru dagar sem við þurfum flest á aukatímum að halda.
Það eru í raun endalausir möguleikar. Þessir klukkutímar þurfa ekki endilega að koma á sama daginn. Kannski að við ættum bara að halda keppni þar sem við kjósum um möguleikana. Þetta gæti orðið skemmtilegt.