Ég veit ekki hvort ég tilheyri Steingrímsarmi eða Ögmundararmi. Enginn hefur útskýrt fyrir mér hvaða fólk og málefni ég á að styðja. Ég geri fastlega ráð fyrir að mér sé vísvitandi haldið utan við allt plottið á meðan félagar mínir í flokknum opna sig fyrir Agnesi Bragadóttur um það hvernig línurnar liggja.
Ég veit hins vegar að ég er í flokki með fólki sem hefur engan áhuga á að spila með liði heldur reyna að koma sínum málum á framfæri þó það ergi einhverja. Ég hef ekki miklar áhyggjur af því enda tel ég að svona aðhald sé gott innanflokks. Ég held líka að kjósendur séu ekkert hræddir við svonalagað þó fjölmiðlafólk reyni að hræða það.