Ég les á netinu fréttir og blogg um fylgishrun VG. Samkvæmt könnun fengi VG 19% atkvæða en var með 28% í einhverri annarri skoðanakönnun. Með þeim samanburði ná menn að tala um fylgishrun. Myndin lítur töluvert öðruvísi út ef við miðum við kosningaúrslitin í fyrra þar sem VG var í sögulegu hámarki með 21,7% atkvæða.
Ég vissi vel að þátttaka í ríkisstjórn á krepputímum yrði vanþakklátt verkefni og ég er satt best að segja helst hissa á því hve fylgið hefur verið mikið í könnunum. Það að flokkurinn sé aðeins innan við kosningafylgi er því fullkomlega eðlilegt.
Það er líka gott að muna að könnunin var gerð á meðan umræðan um Magmamálið var í hámarki og lauk áður en lendingu var náð í því. Ég get því vel og vandlega geispað þessa könnun og allt tal um fylgishrun áhyggjulaus af mér.