Ég verð að taka fram að ég hef ekki séð neitt sem bendir til þess að hinir svokölluðu fagráðherrar séu betri en aðrir ráðherrar. Ég held að vinsældir þeirra hafi fyrst og fremst komið til af því að þau voru ekki stjórnmálamenn en ekki af því að þau hafi staðið sig nokkuð betur en aðrir. Sjálfur tel ég að Ragna hafi verið sérstaklega dugleg að feta í fótspor forvera síns og fyrrverandi yfirmanns þannig að það væri mjög ljúft að losna við hana.