Ég gladdist í gær þegar ég sá að DV væri komið með góðan undirvef um stjórnlagaþing. Fyrir utan að taka upp umfjöllunina sem maður skilaði af sér með framboðinu þá eru þarna bæði margar góðar spurningar um grunnatriði stjórnarskrárinnar sem lesendur geta notað til að finna ákjósanlega frambjóðendur og aðstaða fyrir frambjóðendur til að setja inn greinar um málefni þingsins. Til fyrirmyndar alveg.
Mín DV-svör eru hérna. Það er líklegt að ég skrifi samt aðeins ítarlegar um sum svörin því stundum er afstaða mín ekki nógu skýr þegar ég hef bara fasta valkosti til að velja úr. Ég er til dæmis nokkrum sinnum með svarið hlutlaus þegar svarið er í raun „bæði og af því að…“