Ég fékk rétt í þessu tölvupóst frá kjósanda þar sem hann vildi fá já/hlutlaus/nei svör við nokkrum spurningum. Ég svaraði þeim en laumaðist við að bæta svona skýringum aftan við sumar spurningarnar. Flest af þessu var reyndar þegar í DV spurningunum en annað ekki.
Ég veit samt ekki alveg hvort ég væri glaður ef pósthólfið mitt myndi fyllast af skilaboðum á hverjum morgni frá kjósendum. Ég hefði líklega ekki undan. Hérna hefðu fjölmiðlar getað verið góður milliliður til að koma spurningum kjósenda til frambjóðenda. DV er enn að vinna fjölmiðlaslaginn.