Ríkiskirkjufurstinn Ögmundur

Mér þótti annars skondið á fundinum hjá Stjórnarskrárfélaginu í gær að Pétur Pétursson talaði með velþóknun um Ögmund Jónasson sem „fursta“. Þetta virðist tilkomið vegna ánægju Péturs með ræðu Ögmundar við setningu kirkjuþings. Það var ekki alveg að heyra að þar væri á ferð sami maður og talaði fyrir ályktun á landsfundi VG, sem var samþykkt, um að stefna bæri að aðskilnaði ríkis og kirkju.