Ég fékk símtal frá RÚV í gær þegar ég var að horfa á Útsvar. Það var verið að biðja mig um að mæta í 4-5 mínútna viðtal. Raunar má frekar líkja þessu við stutta pistla frá frambjóðendum af því að við höfum spurningarnar fyrir fram.
Annars er ég nálægt því að eigna mér eitt svar Akureyrar úr Útsvari í gær. Ég tel allavega allar líkur á því að ég hafi á sínum tíma skráð upprunalegt nafn Marilyn Manson í Gettu Betur möppuna hjá MA og að Hjálmar hafi fengið það þar þegar hann var að æfa sig fyrir keppni.