Jæja, loksins er komin einkunn. Ég fékk 8 í Upplýsingamiðlun á meðan Eygló fékk 8.5, munurinn liggur í því að það voru tvær greinar sem var möguleiki að kæmi stór spurning úr, Eygló lærði vel um aðra greinina og ég hina. Það kom að sjálfssögðu 40% spurning úr greininni sem ég hafði lært minna um. En þarna eru fimm einingar komnar og satt best að segja bjóst ég við lægri einkunn. Ég er semsagt ánægður en Eygló sár, Kuhlthau náði ekki að koma henni í 9.