Í gær kom langþráð Excel skjal frá Landskjörstjórn um dreifingu atkvæða á sæti. Ég kíkti á og það kom í ljós að mitt númer var að finna á 1696 kjörseðlum. Mér finnst það alveg magnað og er ótrúlega kátur með þennan stuðning. Atkvæðin dreifðust nokkuð jafnt á fyrstu fimm sætin (rétt um 100 í hvert) en síðan fækkaði þeim nokkuð á hvert sæti.
Ég hlakka til þess að fræðimenn taki og hakki þetta Excel skjal fram og til baka í tölfræðigreiningu. Mig langar að sjá áhrif aldurs, frægðar (erfið breyta), menntunar, búsetu, framboðskostnaðar og hvaðeina á atkvæðafjölda. Það ætti að vera fjör.