Það er magnað að lesa um atkvæðagreiðslur Sjálfstæðisflokksins um að draga aðildarumsóknina til baka. Fyrst samþykkja menn það en hafna því tvisvar þegar atkvæðagreiðslan er leynileg og að lokum er einhver málamyndartillaga samþykkt sem er svona eiginlega gegn aðild en samt í raun ekki. Það er alveg spurning hvort hann Benedikt hefði ekki bara átt að bjóða sig fram til formanns gegn frænda sínum. Það hefði örugglega gengið upp ef atkvæðagreiðslan hefði verið leynileg.