Menn eyddu peningunum í margt misgáfulegt fyrir hrun. Margt af því var voðalega 2007 og sumt gerðist jafnvel árið 2007. Til dæmis:
Sýndur var 25 mínútna langur þáttur sem kallaðist Little Baugur. Þeir félagar brugðu sér í öll sín kunnustu gervi, svo sem Vicky Pollard, Daffydd (The Only Gay in the Village), og félagana Lou og Andy. Fjölmargir aðilar tengdir Baugi komu svo fram í aukahlutverkum í þáttunum, til að mynda Jón Ásgeir sjálfur og Hannes Smárason.
Fyrir viku fréttist af því að brot úr þessum þætti væri kominn á YouTube. Samdægurs hverfur myndbandið samkvæmt höfundaréttarkröfu SMÁÍS.
Ég bjóst við að einhverjir fjölmiðlamenn, t.d. á DV þar sem fréttin um málið birtist, myndu grípa þetta á lofti og skrifa frétt um þessa niðurtökukröfu SMÁÍS. Hið minnsta myndi ég vilja skýringu á hvaða forsendum SMÁÍS taldi sig hafa rétt til þess að gera þessa kröfu og hvað varð til þess að samtökin ákváðu að taka harkalega á birtingu þessa myndbands. Bað einhver um að þetta yrði tekið niður? Það er alveg haugur af íslenskum myndbrotum á YouTube sem SMÁÍS kvartar ekkert yfir. Af hverju þessi harka og snöru viðbrögð í þessu tilfelli?
Hagsmuna hverra var SMÁÍS að gæta? Er einhver að fara að gefa þennan þátt út á dvd og ímyndar sér að dreifing á YouTube minnki söluna? Varla. Hvað þá?
Ég tel að við höfum siðferðislegan rétt til að sjá hvernig útrásarvíkingarnir notuðu peningana sína til að setja sig upp á stall. Við erum öll ennþá að borga reikninginn fyrir þessu myndbandi.