Eygló mín horfir reglulega á N4. Ólíkt mér sem þó bjó í 22 ár á Akureyri. Hún bjó þar bara í tvö ár.
Þeir sem hafa ekki horft vita væntanlega ekki að þættir eru endurteknir aftur og aftur. Og væntanlega aftur.
Ég skil ekki hvers vegna sjónvarp er svona (ennþá) í dag. Af hverju eru þessir þættir ekki bara aðgengilegar í gegnum myndlyklakerfi Voðafóns eða Símans? Hvers vegna er fólk að láta sjónvarpsstöðvar skipuleggja dagskránna fyrir sig þegar það gæti skipulagt hana sjálf?