Galllinn við undirskriftalista er að þeir geta lifað og dáið vegna áhuga og áhugaleysis fjölmiðla. Nú geta landsmenn skrifað undir áskorun um að hafa veiðigjald óbreytt. Ef þessi undirskriftarlisti væri Morgunblaðinu þóknanlegur hefði verið birt tilkynning þar þegar listinn fór af stað og mjög reglulega fréttir um hvernig söfnunin gengur – allt til að styðja átakið.
Almenningur á, ólíkt útgerðarmönnum, engan fjölmiðil til að gæta hagsmuna sinna. Við þurfum sjálf að taka ábyrgð á því að vekja athygli á honum.