Þessi mynd fylgir frétt á Mogganum um undirskriftasöfnuninni Óbreytt veiðigjald (skrifið undir) og er ætlað að sýna að hún sé vafasöm. Ef maður skoðar hana sést að vafasama undirskriftin er greinilega sett inn af þeim sem tók skjáskotið. Hver annar hefði átt að vera í stöðu að taka skjáskot af undirskrift sem hafði verið í minna en mínútu á netinu (takið eftir tíðninni á undirskriftum – þrjár komu inn næstu mínútu á undan)? Spurningin er hvort Mogginn sé sjálfur að falsa undirskriftina eða ætla þeir að upplýsa hver það hafi verið sem sendi þeim skjáskotið og er greinilega sjálfur í að reyna að skemma söfnunina?