American Splendour and nerds

Við Eygló fórum í bíó í gær í boði Hjörvars á myndina American Splendor. Hún var bara góð. Ég verð að játa að ákveðin undarlegheit í fari aðalpersónunnar hafi minnt á mig á sjálfan mig, Eygló sá það líka. Ég er að vísu töluvert glaðværari en aðalpersónan og hreinlátari, jafnvel töluvert meira aðlaðandi. Reyndar minnti náunginn bara almennt á suma vini mína (þeir eru samt hreinlátari, glaðvæari og fallegri) og atvinna hans var að sjálfsögðu stórfyndin í þeim þessum pælingum öllum.

Eftir að hafa minnst á þetta við hvort annað þá fengum við Eygló hláturskast yfir línunni: „You might want to try believing in something bigger than yourself. It might cheer you up.“ – Bæði af því ótrúlega margt fólk heldur að ég hljóti að vera ákaflega dapur eða reiður útaf trúleysinu en það var aðallega stórfyndið hver sagði þetta.

Það var líka stórgaman að sjá Bob Crumb höfund Fritz the Cat þarna, ekki það að ég hafi lesið teiknimyndasögurnar, ég hef bara séð Ralph Bakshi myndina sem Crumb hataði svo mikið að hann drap Fritz.

Það kom mér samt mest á óvart að þessi mynd sem ég hefði haldið að væri bara fyrir þröngan hóp nörda skuli hafi fallið svona vel í kramið hjá áhorfendum sem því áhorfendaskarinn var alls ekki einslitur. Þetta er með betri myndum sem ég hef séð undanfarið, fannst hún til að mynda betri en Lost in Translation.