Sigmundur Davíð hefur verið gagnrýndur fyrir að mæta sjaldan í vinnuna. Ég hef heyrt af því að hann segist sjálfur í raun tekið þátt í um 90% af starfi þingsins. Skoðum þau gögn sem eru til staðar.
Á Alþingisvefnum kemur fram hve oft hann hefur tekið þátt í atkvæðagreiðslum.
Fjöldi já-atkvæða: 192
Fjöldi nei-atkvæða: 14
Greiðir ekki atkvæði: 43
Fjarverandi: 206
Hann var sumsé fjarverandi í rúmlega 45% atkvæðagreiðslna. En það segir ekki alla söguna. Ástæðan fyrir því að hann er með svona góða prósentu er að hann mætti á þingfundi þar sem voru mjög margar atkvæðagreiðslur. Hann mætti 22. desember til að greiða atkvæði í sumum málum. Hann var næst mættur í atkvæðagreiðslu þann 16 maí. Þarna er hálft ár þar sem hann mætir aldrei til að kjósa. Hann er síðan duglegur, á sinn mælikvarða, að mæta til að kjósa næsta hálfa mánuðinn.
En það sem er áhugaverðara er að skoða mætingu hans á fundi Utanríkismálanefndar. Það voru 29 fundir á árinu og Sigmundur mætti tíu sinnum. Af þessum tíu fundum sem hann mætti voru fjórir í maí sem var greinilega langbesti mánuðurinn hans.
Það vekur líka athygli að Sigmundur mætti aldrei á réttum tíma. Tvisvar var hann innan við tíu mínútum of seinn sem er afsakanlegt (á íslenskan mælikvarða). Yfirleitt var hann svo seinn að nemandi í grunn- eða framhaldsskóla hefði fengið skróp í kladdann. Einu sinni náði hann að vera 101 mínútu of seinn á fund og var viðstaddur síðustu nítján mínúturnar.
Þá er rétt að benda á að hér er ekki um fjarveru sem er afsökuð á einhvern hátt. Þarna hefur hann ekki kallað inn varamann. Hann var ekki að erindast erlendis.
1. fundur: Fjarverandi
2. fundur: Fjarverandi
3. fundur: 45 mínútum of seinn. 30 mínútur á fundinum.
4. fundur: Fjarverandi
5. fundur: 56 mínútu of seinn. 64 mínútur á fundinum.
6. fundur: Fjarverandi
7. fundur: 101 mínútum of seinn. 19 mínútur á fundinum.
8. fundur: Fjarverandi
9. fundur: Fjarverandi
10. fundur: Fjarverandi
11. fundur: 20 mínútum of seinn. 67 mínútur á fundinum.
12. fundur: Fjarverandi
13. fundur: Fjarverandi
14. fundur: Fjarverandi
15. fundur: Fjarverandi
16. fundur: Fjarverandi
17. fundur: Á réttum tíma. 37 mínútur á fundinum.
18. Fjarverandi
19. Fjarverandi
20. fundur: 28 mínútum of seinn. 32 mínútur á fundinum.
21. fundur: 17 mínútum of seinn. 73 mínútur á fundinum.
22. fundur: 13 mínútum of seinn. 122 mínútur á fundinum.
23. fundur: Fjarverandi
24. fundur: Fjarverandi
25. fundur: 4 mínútum of seinn. 26 mínútur á fundinum.
26. fundur: Fjarverandi
27. fundur: Fjarverandi
28. fundur: Fjarverandi
29. fundur: 8 mínútum of seinn. 52 mínútur á fundinum.