111230128002930520

Í dag fór ég í minn síðasta dönskutíma, ever! Það er að segja ef ég næ stúdentnum. Af gefnu tilefni ætla ég mér að birta nöfn allra þeirra dönskukennara er ég hef haft, umögn um þá og svo einkunn.

Þóra:
Þóra var minn fyrsti dönskukennari. Hún var ágæt en skorti þó þann lið félagshæfni er gerir fólki grein fyrir því hvort annað fólk líkar það sem maður segir. Fyrir vikið var aldrei gaman í dönsku í þeim skólanum. Einkunn: 6,5

Kristín Hafsteinsdóttir:
Kristín var yfirhöfuð skemmtilegur kennari og uppátækjasöm. Það sem hana skorti í kennsluhæfileikum hafði hún í nýstárleika. Þessa dagana (og komandi ár reyndar) situr hún inni fyrir morðtilraun. Einkunn: 7,5

Ágústa Harðardóttir:
Ágústa var stórkostlegur dönskuspekúlant og góður kennari ef eilítið uppstökk. Ef ekki hefði verið fyrir hennar leiðsögn þá kynni ég eigi dönsku í dag. Hennar helstu áhugamál voru danska, danska og danska. Einkunn: 8,9

Ólafur P:
Óli P var sá albesti dönskukennari er ég hef nokkru sinni haft. Hann var að árum kominn, gamall en hress. Hann hafði miklar mætur á Andrési Önd og tók öllu með jafnaðargeði. Ef við vorum honum ódæl þá varaði hann okkur við því hve uppstökkur hann hafði verið í æsku.
Einkunn: 10!!

Þyrí:
Ég mun ekkert tjá mig um Þyrí fyrr en ég er viss um að ég hafi náð prófum.

Skildu eftir svar

Netfang þitt verður ekki birt. Nauðsynlegir reitir eru merktir *