111230137504918747

Hér er enn ein færslan (þetta er svo spennandi svona fyrsta daginn) og heiti ég því að þetta verður sú síðasta í dag.

Ég hef tekið eftir því að þegar fólk gerir eitthvað fyrir mig eða hrósar mér og þvíumlíkt að miðað við svörin sem ég veiti slíkum aðgerðum gefa þá ímynd af mér að ég lít ekki út fyrir að vera mjög þakklátur. Ég vildi færa þetta til betri vegar með því að fullyrða það að hvers konar hrós og velgjörðir er mér eru veittar eru mér mjög mikils virði og eru þau tónlist í eyrum mínum og sál. Og ef einhver misskilur viðmót mitt út frá viðbrögðum mínum þá er það eingöngu vegna þess að ég fer hjá mér við hvert mælt hrós. Ég vil samt sýna fram á þakklæti mitt í garð allra er hafa gert vel við mig undanfarið en ekki fengið út úr mér góð viðbrögð með því að þakka ykkur öllum alveg kærlega fyrir. Ég gleymi aldrei velmælum 🙂

Að þessu máli frágengnu, getur einhver sagt mér hvernig í *#%$/=&*+># ég fer að því að pósta myndum, skella inn commentakerfi og teljara.

Skildu eftir svar

Netfang þitt verður ekki birt. Nauðsynlegir reitir eru merktir *