111246317985301407

Þessar samræður áttu sér aldrei stað:
Útlendingur: Mér finnast Sigríður vera fyndið nafn.
Ég: Hvers vegna þá?
Útlendingur: Hún ríða sjálfri sig

Hafið þið einhvern tíma spáð í því hve miklum tíma og peningum meðalmaðurinn eyðir í fjölmiðla? Þorri landsmanna vaknar á morgnana og fer að grúska í blöðum en aðrir horfa á Ísland í bítið. Áskrift að stöð tvö kostar slatta og morgunblaðið er einhver 1500 kall á mánuði eða svo. Svo fer meðalmaðurinn í vinnu og spjallar um fréttirnar sem hann las um það leyti er allt eðlilegt fólk ætti með réttu að vera sofandi. Svo horfa nær allir landsmenn á kvöldfréttir og svo horfa einhverjir líka á tíufréttir. Sumir greiða svo fyrir áskrift að stöðvum á borð við CNN, Sky News eða NBC og kostar það drjúgan skilding í viðbót. Á heildina litið eyðir meðalmaðurinn alveg ábyggilega þremur klukkutímum á dag í fjölmiðla, en fyrir hvað? Jú, fyrir eitthvað sem er svo einskis virði daginn eftir!

Svona er Ísland í dag

Skildu eftir svar

Netfang þitt verður ekki birt. Nauðsynlegir reitir eru merktir *