111246367601346631

Skilaboð til Sigurðar Benediktssonar: Bloggaðu drengur, bloggaðu.
Annars dreymdi mig annan draum í seríunni þar er ég fell. Ég var í dómkirkjunni ásamt öllum mínum skólafélögum og Yngvi rektor var að flytja sína árlegu ræðu í lok skólaársins. Hann virtist alveg gífurlega kátur og sagði að nær allur skólinn hefði staðið sig frábærlega og að færri hefðu fallið á árinu en nokkru sinni fyrr í sögu skólans. Hann óskaði öllum til hamingju en taldi síðan upp alla er hefðu fallið. Það var aðeins eitt nafn á listanum og það var mitt. Svo bað hann „hina föllnu vinsamlegast að fara“ og ég skreiddist út, einn með sjálfum mér. Aðeins ein manneskja varð eitthvað súr yfir því og það var mín kæra vinkona Silja, en hún fór að gráta.
Jæja. Ef eitthvað er að marka fræðin þá bera draumar alltaf öfugmæli, en ef eitthvað er að marka íslendingasögurnar þá skyldi ég bara biðja og vona að þriðji draumurinn bætist ekki við.
Allt er þegar þrennt er.
Að lokum vil ég þakka þeim sem sendu mér tölvupóst vegna síðustu færslu og vona ég að enn fleiri sendi mér sínar hugmyndir.
Nú er það kombinatorik, síðasti naglinn í líkkistuna…

Skildu eftir svar

Netfang þitt verður ekki birt. Nauðsynlegir reitir eru merktir *