111247042915156499

Sunbright:
Úrslitakeppni Sólbjarts (Sólbjartar samkvæmt minni bók) var háð í kvöld og voru það minn (fyrrverandi) bekkur, 4.B, á móti 5.M. Umræðuefnið var áfengi og var minn bekkur með. Eins og allt sem vel fer fór keppnin vel og er það vel. 4.B VANN!!! Þvílík snilld hefur vart sést í nokkurri ræðukeppni áður, eins og mótrök Hilmis gegn því að það væri svo auðvelt að misnota áfengi: „Ég meina, það er skítlétt að misnota börn! Viltu kannski láta banna þau?!“. Svo var það snilldarræða Steindórs sem fólst í því að spiluð var mjög dramatísk tónlist (úr tölvuleiknum Outlaws reyndar) og Steindór var eins og brjálaður klerkur þar sem hann stóð á orginu uppi í pontu, fordæmandi hitt liðið. Svo til að kóróna þetta allt saman flutti Hilmir aðra snilldarræðu og drakk bjór við undirleik Halla á gítar. Ég hef aldrei verið jafn stoltur af því að vera með þessu valinkunna fólki í bekk, þó svo að tæknilega séð sé ég það ekki lengur.

Allahornið
Klaufi aldarinnar: Mér þykir það heiður að tilkynna klaufa aldarinnar 2000-2100: MIG SJÁLFANN!!! 🙂
Ég var í gúddí fíling að hlusta á drum ‘n bass í botni í þráðlausu heyrnatólunum hans littlabróður. Síðan skrepp ég frá tölvunni (með heyrnatólin á mér) til þess að kveikja ljósin hjá gæludýrinu mínu. Þegar ég er kominn langleiðina inn í herbergið mitt rofnar sambandið við heyrnatólin og tónlistin hættir. Síðan þegar ég kem aftur fram kemur sambandið aftur… Þrumandi drum ‘n bass tónlist rífur grafarþögnina sem ríkti annars í íbúðinni minni. Mér brá svo gífurlega við þetta að ég snarstoppa, renn á klunnalegu inniskónnum mínum og skalla herbergishurðina mína af þónokkrum þunga. Auk þessa er ég nýbúinn að jafna mig eftir alla skurðina á höndunum á mér, en þá fékk ég þegar ég var að reyna að skipta um blað í dúkahnífnum mínum… Loksins þegar það tókst, týndi ég hnífnum og hef ekki séð hann síðan. Svo er ég með annars stigs brunasár á upphandleggnum á mér eftir að hafa sofnað upp við ofn aðfararnótt síðastliðins sunnudags (26. maí 2003). Svo, þessa sömu sunnudagsnótt tók ég þátt í bjórþambskeppni í evróvísíónpartíi hjá vini mínum. Stuttu eftir glæstan sigur minn uppgötvaði ég að þvagblaðran á mér var bókstaflega að springa. Ég þaut niður stigann og inn um „klósetthurðina“ á ógnarhraða: „GAAAARRH!!!“ …Ég hafði fundið bílskúrinn hans vinar míns. Þröskuldurinn er hálfum meter yfir bílskúrsgólfinu og ég áttaði mig á því að ég var í lausu lofti. Það entist ekki lengi, því að mér tókst snilldarlega að stoppa mig með því að skalla hillu sem var þarna í skotfæri. Ég rölti stynjandi út úr bílskúrnum og í sömu andrá trítlar Aggi félagi grunlaus fram af talsvert betur heppnaðri klósettferð. Hann heyrir eitthvað óhljóð beint fyrir aftan sig og ég hélt hann yrði ekki sekúndunni eldri.
Þessi syrpa af klaufaskap verður seint toppuð, og ég hef það reyndar óþægilega á tilfinningunni að hún sé langt í frá á enda. :/ -ALLI.

Auk þessa er hér gullmoli:
Inni á American Style,
Afgreiðslukona:„Má ekki bjóða þér hnífapör?“
Alli:„Nei. Þetta er hamborgari.“
Allahorni lokið

Skildu eftir svar

Netfang þitt verður ekki birt. Nauðsynlegir reitir eru merktir *