Alhæfingar

Fólk vill alhæfa að til þess að geta gert eitthvað vel þurfi að hafa reynslu á því sviði sem verkið heyrir undir. Samkvæmt því, þar sem ég hef aldrei dáið, mun ég ábyggilega deyja illa þegar að því kemur. Ég er algjörlega reynslulaus á því sviði.

Annars hef ég nokkuð skemmtilega frásögn að færa. Málið er nefnilega það að vinnan mín samanstendur nær eingöngu af Metallica-fílandi vitleysingum og fyrir nokkrum dögum frumflutti X-ið nýtt Metallica lag. Allir sátu í hnappi, bíðandi eftir að lagið kæmi, og þegar lagið var spilað varð upplitið á þeim óborganlegt. Lagið mætti flokka undir þrjá flokka: Nu-Metal, Rokk og Lagleysu. Lagið hefur þrjár mismunandi „laglínur“ og er engin af þeim í sömu tóntegund og undirleikurinn, að ekki sé minnst á hip-hop-legar bakraddir bassaleikarans hins nýja. Án efa eitt versta lag sem ég hef nokkurn tíma heyrt. Það ríkti þögn í u.þ.b. 5 mínútur þar til einn þeirra hóp upp raust sína: „Ja, mér fannst það bara vera ágætt.“ Svo leið heillangur tími þar til einhver mælti á ný. Svo eru þeir komnir í afneitun og núna nýlegast í vinnunni sagði einn þeirra að hann væri farinn að fíla lagið í tætlur. Þetta er kjaftæði. Ég mun aldrei nokkurn tíma getað ímyndað mér það að einhver gæti mögulega fílað þetta lag og þó er ég með fjörugt ímyndunarafl.

Skildu eftir svar

Netfang þitt verður ekki birt. Nauðsynlegir reitir eru merktir *