Líf mitt sem aumingi:

Ég hef nú sem endranær verið vakandi í alla nótt að fást við iðjuleysi á nýstárlegan hátt. Þótt út í það verði ei farið nánar þá skal þess þó getið að þetta hefir verið gaman. Annars er allt skítt í fréttum. Mér er farið að líða eins og aumingja og skíthæl. Nærri lagi væri að segja að mér líður eins og ég sé einskis virði. Þetta eru aðeins ein af þeim áhrifum er fylgja því að vera tvöfaldur fallisti. Til að svara ummælum Tótu um þau efni, þá veit ég bara svei mér ekki hvað skal til bragðs taka. Ég er farinn að þjást af alvarlegu fall-þunglyndi og ég bara veit ekki hvað ég á að gera (nærri því búinn að skrifa geta. Alveg jafn viðeigandi svosem). MR er miklu skárri skóli en MS. MS er miklu léttari skóli en MR. Pressa frá foreldrum um að fara í MS. Pressa frá vinum um að fara í MR (nema þessum). Mér þætti vænt um það að fá mat einhvers hlutlægs aðila í þessu máli en það virðist vera skortur á þeim.

Ég er alveg að farast. Mig vantar hjálp. Hvað ef ég fell aftur? Hvað ef ég skríð? Er það þess virði þegar ég get dúxað annarsstaðar? Get ég dúxað í MR? Af hverju veit ég ekki hvað ég vil í fyrsta sinn á ævi minni? Já, lífið er spennandi um þessar mundir. Ég hata spennu…

Skildu eftir svar

Netfang þitt verður ekki birt. Nauðsynlegir reitir eru merktir *