17. júní

Að sjálfsögðu rigndi í dag. Eins og venjulega var margt að gerast niðri í bæ og að vanda var allt leiðinlegt. Nema eitt. Hin frábæra hljómsveit Dáðadrengir spiluðu á stóra sviðinu og voru alveg hreint frábærir. Þetta segi ég þó ekki eingöngu vegna þess að ég er vinur eins þeirra.

Mér til mikilla vonbrigða var Steindór ekki að vinna þegar ég fór á Mama’s Tacos áðan til að hitta hann. Svo hitti ég Gulla sem var mjög hress eins og alltaf. Alltaf gaman að rekast á hann. Magga í Hallanum var með opna verslun til klukkan ellefu í kvöld og fór ég að heilsa upp á hana. Það var alveg frábært að hitta hana aftur. Þess fyrir utan gerðist ekki neitt sem er þess virði að rifja upp. Sautjándi júní mun alltaf vera leiðinlegur dagur.

Skildu eftir svar

Netfang þitt verður ekki birt. Nauðsynlegir reitir eru merktir *