Leiðindi

Til marks um skilningsleysi vinnufélaga minna og meintan ótrúverðugleik minn í starfi hafa þeir ávallt neitað að trúa því að ég geti orðið veikur. Eitt vil ég þeim segja, með von um að þeir lesi, að ég þjáist (já í alvöru!) vissulega af mígreni og það háir mér meir en þeir geta ímyndað sér. Það þykir mér vottur um móral að þeir geti ekki komið sér í skilning um það og hætt að hringja í mig á veikindadögum mínum til þess eins að hrella mig. Ég vona að þeir taki þetta ekki of nærri sér en ég tel þetta vera algert þroskaleysi af þeirra hálfu.

Hvað góðar fréttir varðar þá líður mér aðeins betur en þó gæti mér liðið mun betur.

Skildu eftir svar

Netfang þitt verður ekki birt. Nauðsynlegir reitir eru merktir *