Tóbaksvarnarnefnd gerir enn einn skandalinn!

Svo virðist sem tóbaksvarnarnefnd sé búin að ákveða það að hreinlega banna alla sölu á venjulegum sígarettum eftir áramót. Þetta gæti sumum virst sniðugt og hafa margir áreiðanlega hugsað: Já! Þá er mun ólíklegra að fólk ánetjist þessum fjára! Að sjálfsögðu er það firra að ætla sem svo. Að frátöldu því að það er alveg jafn auðvelt að ánetjast lights sígarettum virðist tóbaksvarnarnefnd ekki gera sér grein fyrir því að þeirra lagapakki sé ekki af hinu góða. Það er alkunna að reykingamenn sem skipta yfir í lights rettur halda að þeir geti þar með minnkað við sig þegar í raun og veru aukist neyslan um allt að helming. Þar af leiðir að ef eingöngu verða seldar lights sígarettur hér á landi munu dauðsföll af völdum lungnakrabbameins hækka upp úr öllu valdi ár hvert. Að sjálfsögðu er tóbaksvarnarnefnd alveg sama um slíkt. Þeir hugsa bara um nýjar leiðir til að auka hagnað ríkisins. Það hefur svo sem aldrei þótt siðferðislega rangt að hækka tóbaksverð svo að reykingamenn þurfi að herða beltið betur en það tel ég þó alrangt að stuðla að fleiri dauðdögum fyrir það eina markmið ríkisins að selja fleiri pakka.

Skildu eftir svar

Netfang þitt verður ekki birt. Nauðsynlegir reitir eru merktir *