Smásögukeppni

Hefur í huga minn upp komið hugmynd um það hvernig blogg þetta geti sem skemmtilegast orðið. Í tilefni af Bókmenntasumri (eða svo hefi ég titlað sumar þetta) hef ég ákveðið að koma hér upp keppni í þeirri viðkvæmu listgrein sem smásagnagerð getur verið. Sögum ber að skila fyrir þann 20.júlí og hvet ég alla (skuli einhver taka þátt) til að vanda sig sem mest við smásögu sína. Smásögur skulu berast í tölvutæku formi, á diskettu ellegar tölvupósti. Að sjálfsögðu skal vera titill á sögunni og nafn höfundar.

Reglur
Engin skáldaleyfi skulu gefin hvað varðar stafsetningu en einkum og sér í lagi málfræði. Rétt málfar skal aðhyllst. Orðabók Marðar Árnasonar má nota undir vissum kringumstæðum. Ekki má nota „séríslenskuð orð“ svo sem fokk og sjitt nema í talmáli persóna sögunnar. Ég, sem dómari keppninnar, áskil mér fyllsta rétt til að dæma eftir eigin geðþótta og gagnrýna málfar og/eða stafsetningarvillur.

Hjálpargögn sem mælt er með
Handbók um ritun og frágang og Íslensk Málfræði eftir Björn Guðfinnsson.

Hjálpargögn sem engan veginn er mælt með
Orðabók Marðar Árnasonar.

Verðlaun
Verðlaun verða kynnt síðar en þó er líklegast miðað við eðli keppninnar að þau verði á bókarformi.

1984
Keppnin um hver hlýtur þau verðlaunin heldur áfram þrátt fyrir tilvist hinnar keppninnar.

MIKILVÆGT!
Hverjum sem væri er velkomið að taka þátt en mælst er til þess að allir sem vilja taka þátt skuli láta vita af sér í síma 698-2359 eða með tölvupósti á arngrimurv@hotmail.com. Þannig má fresta skiladagssetningu sagnanna ef ske kynni að einhver næði ekki að skila á settum tíma.

Skildu eftir svar

Netfang þitt verður ekki birt. Nauðsynlegir reitir eru merktir *