Hér hefst nýr liður, en í lok hvers mánaðar skal bloggurum veittar viðurkenningar fyrir ákveðin afrek á ólíkum sviðum.
Bloggari júnímánaðar: Ármann Jakobsson
Framfarabloggari júnímánaðar: Steindór Grétar Jónsson
Eipari júnímánaðar: Atli Freyr Steinþórsson
Lygari júnímánaðar: Birgir Már Daníelsson
Letibloggari júnímánaðar: Elísabet Karlsdóttir
Ef einhver hefur eitthvað um þetta að segja er þeim að sjálfsögðu heimilt að tjá sig. Tæpast mun það þó hafa áhrif á úrslitin. Sé einhver viðurkenningarhandhafi júní mánaðar ekki sáttur skal þeim bent á að gera betur næst. En það er einmitt markmið þessa viðurkenninga. Aftur á móti hef ég ekkert að segja við þá sem eru sáttir. Óska ég þeim til hamingju og mega þeir una við sitt uns dagur arftakanna rennur upp.