Siggi hefur bloggað nýja færslu. Það þykja mér tíðindi. Sérstaklega ánægður var ég að sjá þá nýstárlegu (og of sjaldgæfu) orðaröð „vegna marsins heila hennar“. Verra þótti mér að hann skrifaði „á morgunn“.
Smásagnasamkeppnin
Enn hafa borist of fáar umsóknir til að keppnin geti átt sér stað. Tvær í viðbót er lágmarkskrafa. Þeir sem hafa skráð sig nú þegar skulu samt halda skriftum sínum áfram. Þó í harðbakkann slái er alltaf hægt að redda öllu.
KRÍT
Það sem kom mér hvað mest á óvart það sem af er ári er að skyndilega er ég þrátt fyrir allt saman að fara til Krítar í ágúst, en hafði þá staðið til að fresta för minni um ár. Á ég ömmu minni að þakka þessa skyndilegu breytingu. Ég þakka henni niður úr mínum innstu hjartarótum.