The Importance of Being Earnest

Já, mikið rétt. Ég asnaðist til að leigja þessa mynd. Eins gott og handritið er tókst Hollywood algjörlega að skemma það, eins og gerist allt of oft þegar Hollywood ákveður að gera mynd byggða á breskum bókmenntum. Þessir illa uppgerðu bresku framburðir, almennt lélegur leikur og atriði sem ekki voru í orgínalnum myndu fá Oscar Wilde til að velta sér í gröfinni, ef hann á annað borð hefði getu til þess. Meira að segja Judy Dench sem yfirleitt stendur nú fyrir sínu, tja…

gerði það ekki. Það eina sem ég get sagt myndinni til heiðurs er að Colin Firth sem lék Algernon stóð sig ágætlega. Þó hefði annar hver breti sjálfsagt staðið sig betur, því staðreyndin málsins er hreinlega sú að kanar geta aðeins leikið kana.

Skildu eftir svar

Netfang þitt verður ekki birt. Nauðsynlegir reitir eru merktir *