Aldrei að hrósa happi of snemma

Það stóð til að ég flytti inn í herbergið hennar móður minnar, en það er þrisvar sinnum stærra en mitt, og hún í mitt herbergi. Ég var rifna í sundur af spenningi og sagði nær öllum frá hinni frábæru tilbreytingu. Þá sagði ég frá svalahurðinni á herberginu, ídeal setuhorni með sjónvarpi og nýju bókahillurnar sem myndu bætast við. Svo gerist það að bróðir minn hætti með kærustunni sinni og ákvað að flytja aftur heim. Bæ, bæ áætlanir. Sama gamla, mölétna, litla, ógeðfellda, myglumyglugróðrarstöðvarruslabingsherbergið fyrir mig. Kannski ég geti flutt inn á einhvern annan…

…Neee.

Skildu eftir svar

Netfang þitt verður ekki birt. Nauðsynlegir reitir eru merktir *