Fræðimoli

Latnesk/enska orðabókin mín segir mér að latneska orðið „confectus“ þýði „dead beat“. Þar með hallast ég að því að konfekt sé aðeins fyrir ræfla. Nemiði spekina? Svo er einnig það hugtak að vera „fullorðinn“. Að mati sérfræðinga (nema einhver efist um orð mín) getur enginn maður, samkvæmt bókstaflegri merkingu orðsins, verið „full-orðinn“ nema hann sé dauður.

Úff! Trén eru að rumska. Brátt mun hamur þeirra fullgerður og reiði þeirra mun dynja á landinu. Það þýðir að ég þarf að hætta þessu þrugli í bili.

Úff!

Funduð þið þetta?

Skildu eftir svar

Netfang þitt verður ekki birt. Nauðsynlegir reitir eru merktir *