Frekari ölvun

Í gær var haldið annað vinnustaðapartí og að sjálfsögðu mætti ég með gaddfreðinn pela af Íslensku Brennivíni. Það skolaðist vel. Svo þegar pelinn var búinn var farið niður í bæ. Þar hitti ég Alla og í einhverju stundarbrjálæði gleymdi ég fólkinu sem ég hafði verið með. Svo fórum við ásamt Sigga og Silju á Spotlight. Þar uppgötvaði ég að orðrómarnir eru sannir þó ég segi ekki meira. Herbergisfélagi Sigga var hinn alúðlegasti og bauð mér upp á tvo stóra bjóra. Ég þáði þá með þökkum. Þar með er síðasta fylleríinu mínu fyrir Krítarförina lokið.

Skildu eftir svar

Netfang þitt verður ekki birt. Nauðsynlegir reitir eru merktir *