Pæling

Íslendingar hafa alltaf vilja hafa flest eins íslenskt og þeir mögulega geta. Þá vaknar upp sú hugmynd um þýðingar á titlum sjónvarpsefnis. Neighbours þættirnir hafa réttilega verið Nágrannar á meðan allar Steven Seagal myndir sem til eru hafa hina íslensku titla „Á ystu nöf“ eða „Hart á móti hörðu“. The Bold and the Beutiful heita Glæstar vonir til einföldunar á meðan Party of five heita Ein á báti. Sumir þættir bera aftur á móti enga titla aðra en þá upprunalegu. Sem dæmi mætti nefna Dallas og Melrose’s Place. Hvernig væri að kalla Dallas Dalvík og Melrose’s Place Melkorkustaði eða Melrakkasléttu? Þá væri einnig leikur á færi að kalla Southpark Svínafell og Boston Public Opinberun Bessastaða. Að sama skapi gæti hljómsveitin Fugees heitið Amenn upp á íslenska tungu. Pæling.

Skildu eftir svar

Netfang þitt verður ekki birt. Nauðsynlegir reitir eru merktir *