Gítarkennslu lokið

Þá hefur síðasti gítartími minn runnið til enda og ég er bara nokkuð sáttur. Ég er jafnvel að hugleiða að gerast fullgildur nemandi þarna yfir veturinn. Í sumar hef ég lært: Spænskan gítarleik, smá sóló og örlítið slide. Ekki slæmt.
Eins og alltaf þegar einhverju lýkur er annað í bígerð. Skólinn fer að byrja, för mín til Krítar er ekki langt undan og svo er Alli að spá í að hætta í NA. Sama hvort hann verður áfram eður ei mun ég styðja hann í ákvörðun sinni, enda er ekkert grín að þurfa að standa í þessu.
Þegar veturinn svo byrjar hjá mér í Menntaskóla Satans er allt fjörið búið. Enn einn ískaldur veturinn tekur við og bækur verða upp hafnar. Fyrir mér er sumarið búið. Alltént myndi ég vilja að svo væri því þetta hefur verið eitt leiðinlegasta sumar sem ég hef upplifað. Tja, fyrir utan gítarkennsluna og sum fylleríin kannski.

Skildu eftir svar

Netfang þitt verður ekki birt. Nauðsynlegir reitir eru merktir *