Af hverju eiga allir svona flotta bíla? Það skiptir ekki nokkru máli hjá hverjum ég fæ far; viðkomandi á flottari bíl en móðir mín. Þá meina ég að fólk á aldur við mig á flottari bíla en ÉG. Auðvitað myndi maður halda. Ég er bara fátækur námsmaður og hef ekkert (a.m.k. fátt) við bíl að gera. En svo virðist sem að fólk, jafnvel yngra en ég , eigi bíla, og þá meina ég nýjustu týpur! Hvers vegna eiga allir miklu betri bíla en ég?! Móðir mín varð stúdent úr Verzló og útskrifaðist með ágætiseinkunn (hærri ein fyrsta einkunn), fór svo í tækniskólann og varð meinatæknir, gerir ekkert annað en að vinna, er með ágætis tekjur og hvers vegna á hún ekki flottan bíl?! Eitthvað þykir mér skrýtið við þetta. Eru allir virkilega svona mikið ríkari en mín fjölskylda? Ég á erfitt með að trúa því.
Tengt efni: Allir eiga flottara hús/íbúð en ég. Af hverju? Ég veit það ekki. Er ég lower/middle- eða upper class? Ég myndi hallast að middle ef allir ættu ekki svo flott híbýli. ég neita að trúa því að séum svo fátæk því sama á hvaða sviði heilsugeirans fólk er fær starfsfólk alveg svakalegt kaup. Hvers vegna á ég ekki heima í einbýlis-timburhúsi með arni og heimabíói, Mercedes Benz og húsbóndaherbergi? Hvers vegna er fjölskylda, svo menntuð, svo fátæk? Ég neita að skilja.
Tengt efni: Allir eiga flottara hús/íbúð en ég. Af hverju? Ég veit það ekki. Er ég lower/middle- eða upper class? Ég myndi hallast að middle ef allir ættu ekki svo flott híbýli. ég neita að trúa því að séum svo fátæk því sama á hvaða sviði heilsugeirans fólk er fær starfsfólk alveg svakalegt kaup. Hvers vegna á ég ekki heima í einbýlis-timburhúsi með arni og heimabíói, Mercedes Benz og húsbóndaherbergi? Hvers vegna er fjölskylda, svo menntuð, svo fátæk? Ég neita að skilja.