Ég held það sé alveg á hreinu að sumarið sé búið. Einhverra hluta vegna fann ég fyrir þáttaskilum í lífi mínu í gærkvöldi (fimmtudag, ekki föstudag). Ég virðist vera mjög næmur á það hvenær líf mitt tekur breytingum. Það sem er ennþá skrýtnara er það að næmni mín hefir aldrei brugðist.