Terminator 3

Ég fór á þessa mynd af einskærum spenningi því allir höfðu sagt mér að hún væri góð, og það var rétt, aldrei þessu vant. Eitt helsta lýsingarorð sem ég get fundið yfir myndina er: Saaaaaaaaaææææææææææææææææææææælaaaa! Myndin var vel gerð, vel leikin (ef miðað er við Terminator-kvarða) og handritið vel skrifað. Myndin heldur (að sjálfsögðu) áfram þaðan sem síðustu mynd lauk, einhverjum tíu árum eftir lyktir hennar. John Connor er kominn á þrítugsaldur og neitar að horfast í augu við framtíð sína, en í henni felst áratuga löng styrjöld við vélar og ýmislegt álíka skemmtilegt. Líf hans er skyndilega truflað (í annað sinn) af tveimur tortímendum, einum góðum en öðrum vondum. Svo fylgir spennandi atburðarás sem ég skal ekki greina hér frá. Myndin er tær snilld (á Terminator-kvarða) og fær hún hér fjórar stjörnur af fjórum, rétt eins og fyrri myndirnar tvær. Allir sem fíla Terminator eru hvattir til að sjá þessa mynd sem allra fyrst. Ekki bíða eftir að þessi komi á spólu!

Skildu eftir svar

Netfang þitt verður ekki birt. Nauðsynlegir reitir eru merktir *