Nostalgía

Man einhver eftir gömlu góðu bankabókunum? Þegar maður spáir í þeim núna þá voru þær alveg ótrúlega ópraktískar. Rúmlega A5 að stærð og svo þurfti alltaf að renna þeim í gegnum prentara til að fá nýjustu stöðuna á reikningnum. Ætli það sé enn hægt að fá svona? Ég er ennþá með opna bankabók hjá sparisjóði vélstjóra sem ég opnaði þegar ég var átta ára. Staðan á reikningnum var eitthvað í kringum þúsundkallinn. Reyndar, miðað við lága vexti, efa ég að þessi upphæð hafi hækkað mikið.

Skildu eftir svar

Netfang þitt verður ekki birt.