Bankar og fólkið sem í þeim vinnur

Bankar og þeirra vinnubrögð eru merkileg fyrirbæri. Ég lenti í honum kröppum í dag þegar ég hugðist sækja nýja debetkortið mitt í bankann, en það átti að endurnýja sig sjálft því hið gamla var útrunnið. Nema hvað? Ég fer í bankann og mér er tilkynnt það að kortið hafi ekki endurnýjast vegna þess að það var „unglingakort“. Aðeins „átján ára og eldrikortin“ endurnýja sig sjálf. Ég sá þar fram á að þurfa að lifa á vatni og ölmusu úti á Krít en þjónustufulltrúinn lumaði á trixi. Það er víst hægt að fá fúnksjónerandi debetkort úr kreditkorti með því að leggja inn á það. Það er einmitt það sem ég ætla mér að gera á morgun.
Ég varpa frá mér allri ábyrgð á dauðsföllum þeim sem orðið hafa á fólki við lestur þessarar „innihaldsríku“ færslu.

Skildu eftir svar

Netfang þitt verður ekki birt. Nauðsynlegir reitir eru merktir *