Fagnaðarfundir

Gleðitíðindi eru þó nokkur. Siggi og Silja hafa tekið upp þráðinn þaðan sem þau skildu við hann og hittist hinn vammlausi hópur, sem samanstendur af mér Alla, Sigga og Silju, aftur eftir um sex vikna aðskilnað. Ofan á þetta bætist svo það að ég hef lokið störfum mínum við Borgarspítalann, sem staðið hafa yfir síðastliðin sex sumur, fyrir fullt og allt.
Þar að auki er hér nýtæki er varð til vegna skemmtilegs misskilnings:
„Að safna einakrónum“: Að eiga mök við sem flesta, á aðallega við um karlmenn, þó svo að konur geti einnig „safnað einakrónum“.

Þar sem ég er svo glaður um þessar mundir hef ég ákveðið að reyna að halda Radiohead quoti dagsins í áðurhöldnum heiðri. Hér kemur eitt svolítið silly quote:
Radiohead quote dagsins
„Anyone can play guitar“ -Úr laginu Anyone can play guitar á plötunni Pablo Honey.

Skildu eftir svar

Netfang þitt verður ekki birt. Nauðsynlegir reitir eru merktir *